Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

Fréttamynd

Guðmundur Franklín kominn með nóg

Kjósendur mega ekki búast við því að Guðmundur Franklín Jónsson verði á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum næsta árs. Hann segist ætla að taka sér hlé eftir að flokkurinn náði ekki hálfu prósentustigi atkvæða í Alþingiskosningunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Held að fólk þrái breytingar“

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, varði deginum á fjalli. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar fyrr í vikunni og fór því í staðinn í góðan göngutúr með Benedikt Jóhannessyni, mági hans.

Innlent
Fréttamynd

Senu­­þjófar kosninga­bar­­áttunnar

Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki.

Lífið
Fréttamynd

Í fram­boði fyrir tvo flokka í sitt­hvoru kjör­dæminu

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í vafa um að ná allt að tíu prósentum

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum eftir mánuð. Formaður flokksins segir flokkinn helst sækja fylgi til Miðflokksins og Flokks fólksins, og er sannfærður um að minnsta kosti 7-10% fylgi.

Innlent
Fréttamynd

„Verði honum að góðu“

Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín.

Innlent