Hrekkjavaka

Fréttamynd

Horfði 10 ára á Exorcist

„Ég hef alltaf verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var lítill. Ég er fæddur og uppalinn í Venesúela og man eftir að hafa leigt Exorcist myndirnar á VHS og ég var aðeins 10 ára. Einmitt vegna þessarar ástríðu fyrir hryllingsmyndum fór ég í ár að sjá The Nun II í bíó og hugsaði: í ár gæti ég endurskapað The Nun,“ segir Junior Sanchez Montes, sigurvegari búningakeppninnar í Halloween partýi FM957 og LÚX nightclub sem fram fór helgina fyrir Hrekkjavöku.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Manna­kjöt vakti lukku á Hrekkja­vöku

Útgáfu ljóðabókarinnar Mannakjöts var fagnað rækilega í útgáfuhófi á Tryggvagötu 10 á þriðjudag. Um hundrað manns mættu til að hlusta á rithöfundinn Magnús Jochum Pálsson lesa upp úr bókinni, neyta veiga og kaupa árituð eintök beint frá höfundi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnur landsins eins og þú hefur aldrei séð þær fyrr

Hrekkjavakan fór fram með pompi og prakt víðs vegar um landið þar sem heilu hverfin voru skreytt í anda hátíðarinnar. Ungir jafnt sem aldnir klæddu sig upp í allra kvikinda líki og gengu húsanna á milli í von um sælgæti. Stjörnur landsins létu sig ekki vanta í gleðina og birtu myndir af afrakstrinum á samfélagmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Heidi Klum toppar sig í búninga­deildinni

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir að taka hrekkjavökunni alvarlega, að minnsta kosti þegar kemur að búningum. Hún sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem ormur.

Lífið
Fréttamynd

Tann­læknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Sel­fossi

Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum.

Lífið
Fréttamynd

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Lífið
Fréttamynd

Hrikalega sýnileg

Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október.

Skoðun
Fréttamynd

Hryllilegustu veisluborð allra tíma

Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. 

Lífið
Fréttamynd

Neyðar­óp bárust klukku­tímum fyrir hörmungarnar

„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.

Erlent
Fréttamynd

Heidi Klum mætti sem ormur

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði

Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

Fjöldi látinna í Seúl heldur á­fram að hækka

Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Hrekkjavöku innblástur frá stjörnunum

Hér er búið að taka saman nokkrar stjörnur sem klæddu sig upp á hrekkjavöku á veg sem auðvelt er að leika eftir eða sækja innblástur í. Kisur, vampírur, nornir og trúðar eru einnig klassískir búningar sem auðvelt er að setja saman fyrir helgina.

Lífið
Fréttamynd

Ekki vera ras­isti á Hrekkja­vökunni

Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2