Norðurlönd

Fréttamynd

FBI veitir norsku lögreglunni liðsstyrk

Norsku lögreglunni hefur borist öflugur liðsstyrkur í leitinni að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen sem rænt var frá heimili sínu í lok október: Bandaríska alrikislögreglan kemur að leitinni með einhverjum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Semur við hægriflokka

Útlit er nú fyrir að Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, haldi forsætisráðuneytinu. Sænskir miðlar fjölluðu í gær um að Jafnaðarmannaflokkurinn hefði náð samkomulagi við Græningja, Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn um stjórnarmyndun.

Erlent
Fréttamynd

Skila­­boð mann­ræningjanna á bjagaðri norsku

Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu.

Erlent
Fréttamynd

Refsi fyrir andlegt ofbeldi 

Nýtt lagafrumvarp frá dómsmálaráðuneytinu í Danmörku á að tryggja að refsingar fyrir andlegt ofbeldi verði jafnþungar og refsingar fyrir líkamlegt ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk

Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins.

Erlent
Fréttamynd

Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka

Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti að upplifa jarðarför andvana fæddar dóttur hennar tvisvar. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.

Erlent