Grikkland

Fréttamynd

Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu

Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 

Erlent
Fréttamynd

Vildu ekki Pretty­boitjokko en fengu hann samt

Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan.

Neytendur
Fréttamynd

Lýð­ræðis­flokkur Mit­sotakis með stór­sigur í Grikk­landi

Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi.

Erlent
Fréttamynd

Neita að hafa smyglað fólki

Egypsku mennirnir sem handteknir voru vegna gruns um mansal í tengslum við mál fiskibáts sem yfirfullur var af flóttamönnum og hvolfdi út af ströndum Grikklands síðastliðinn miðvikudag hafa allir neitað sök. 

Erlent
Fréttamynd

Fimm hundruð enn saknað og að­dragandi ó­ljós

Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi

Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum.

Erlent
Fréttamynd

Verk­föll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir ára­tuga doða

Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar.

Erlent
Fréttamynd

Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið

Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Biðst fyrir­gefningar vegna lestar­slyssins

Forsætisráðherra Grikklands hefur beðist fyrirgefningar vegna versta lestarslyss í sögu landsins. Minnst 57 létu lífið þegar tvær lestir, sem ekið var í gagnstæða átt á sama spori, skullu saman.

Erlent
Fréttamynd

Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Ís­lands

Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. 

Innlent
Fréttamynd

Draga þurfi lær­dóm af brott­flutningi fatlaðs manns

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans.

Innlent
Fréttamynd

Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu

Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu.

Innlent