HönnunarMars

Fréttamynd

Hönnunar­Mars haldinn í apríl

Sextánda árið í röð mun HönnunarMars breiða úr sér um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins. Þar fá fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar sem og viðburðir að veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir.

Lífið
Fréttamynd

Til skoðunar að breyta nafni Hönnunar­mars

Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 

Menning
Fréttamynd

Þróaði með sér dellu fyrir míkra­fóna­smíði

„Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Hönnun og nýsköpun – alltumlykjandi allt árið

HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpuðu rými sérstaklega fyrir börn í Hörpu

Hönnunarteymið Þykjó fékk það verkefni að hanna Hljóðhimna sem er nýtt upplifunarrými fyrir fjölskyldur og börn í Hörpu. Þær hafa upplifað góð viðbrögð við hönnuninni og eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Lífið
Fréttamynd

Pöruðu danshreyfingar við drykki

Eldblóm er hugarfóstur listakonunnar Sigríðar Soffíu Níelsdóttur sem kynnti nýjar vörur og danshreyfingar á HönnunarMars. Vörurnar voru líkjörinn Eldblóma Elexír og nýr ilmur sem var unnin með Lilju Birgisdóttur og gallerýinu Listval.

Lífið
Fréttamynd

Skálað fyrir HönnunarMars 2022

Það var tilefni til skála eftir einstaklega vel heppnaðan HönnunarMars á lokahófi hátíðarinnar sem fór fram á Slippbarnum. Þar komu saman þátttakendur, vinir og velunnarar íslenskrar hönnunar og fögnuðu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar elska kaffi og keramik

Sjöstrand og Studio Allsber buðu til kaffiboðs á HönnunarMars og var því viðeigandi að þau sameinuðu krafta sína, enda ekkert kaffiboð án kaffi.

Lífið
Fréttamynd

Allt í blóma hjá Hildi Yeoman

Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 

Lífið
Fréttamynd

Speglar úr stáli vekja athygli

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir hélt sýninguna „Speglar“ í versluninni Mikado á Hverfisgötu. Speglarnir eru fyrstu vörurnar í stærra verkefni efnistilrauna. 

Lífið