Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Ekkert ferðamannagos

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið í beinni

Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Dregið hefur úr virkninni en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.

Innlent
Fréttamynd

„Upp með hökuna og á­fram gakk“

Skipstjóri fyrsta frystitogarans sem landaði í Grindavík í morgun í fyrsta sinn í fimm mánuði segir blendnar tilfinningar fylgja tímamótunum. Hann fékk ryk í augun þegar skipið sigldi að landi. Útgerðarstjóri segir tilfinninguna gríðarlega góða og gleðilegt að líf sé að færast í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega komið á jafn­vægi undir Svarts­engi

Mögulega er komið á jafnvægi í aðstreymi kviku inn undir Svartsengi og upp úr gígum eldgossins. Þetta gætu jarðefnafræðimælingar staðfest á næstunni. Landris í Svartsengi hefur ekki mælst síðustu daga sem bendir einkum til þess að kvikan safnist síður fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi en flæði frekar beint út um gosopin.

Innlent
Fréttamynd

Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka

Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur.

Fréttir
Fréttamynd

Telja að eld­gosinu sé líklega að ljúka

Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Heppin að vera með höfuð­verk yfir tveimur auð­lindum

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna.

Innlent
Fréttamynd

Náðu tökum á gróður­eldum við gos­stöðvar í gær

Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 

Innlent
Fréttamynd

„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“

Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“

Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suð­vesturs

Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður.

Innlent
Fréttamynd

Má þjóðin ráða?

Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp.

Skoðun
Fréttamynd

Jarð­skjálfta­hrina í Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni.

Innlent
Fréttamynd

Hvað ef það gýs nær höfuð­borgar­svæðinu?

Við höfum fylgst með hetjulegri baráttu fólks við náttúruöflin suður með sjó. Eðlilega hafa vaknað spurningar um hvort við hér á höfuðborgarsvæðinu séum klár í slaginn, skyldi fara að gjósa nær okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að ríkið fjár­magni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna

Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í  bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Jörðin í Grinda­vík gaf sig undan vinnu­vél

Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr gosinu en land rís enn

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi.

Innlent