Edduverðlaunin

Fréttamynd

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Mynda­veisla: Stjörnu­fans og elegans á Eddunni

Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til.

Lífið
Fréttamynd

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning
Fréttamynd

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ekki kann lögreglan að meta það“

Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 

Innlent