Kolbeinn Tumi Daðason

Fréttamynd

Bönnum fjáraflanir for­eldra fyrir börnin sín á Facebook

Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Ömmur eru langbestar

Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er eða var amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér líka. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar.

Skoðun
Fréttamynd

Herramaður úr norðri

Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjóðandi heitar pítur

Ég hafði ekki borðað pítur síðan ég var krakki þegar gróft pítubrauð rataði í innkaupakörfuna fyrir nokkrum vikum. Gúrka, tómatar, paprika, avókadó, pítusósa og beikon.

Bakþankar
Fréttamynd

Skilnaðarbörnin

Ég tilheyri því sem verður vafalaust innan tíðar þekkt sem vísitölufjölskyldan miðað við skilnaðarvagninn sem sífellt fleiri virðast stökkva á. Krakkarnir eru hjá mér aðra hverja viku og hjá mömmu sinni hina. Við erum svo heppin með samskipti okkar á milli að krakkarnir virðast enn sem komið er ekki sjá neinn ókost við fyrirkomulagið. Þau eru jafn sátt og foreldrarnir.

Bakþankar
Fréttamynd

Leitin að fullkomna pottinum

Varla er hægt að finna pláss á landinu þar sem sundlaug er ekki að finna. Hana má nýta til að eiga góðar leikstundir með krökkunum, slaka á í beinu framhaldi af útihlaupi eða líkamsræktartíma og svo er heimsókn í gufuna einhver besti þynnkubani sem fyrir finnst. Klukkutíma blundur í framhaldinu toppar svo allt. Já, svo má víst líka synda í laugunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Fermingarbróðir í sturtu

Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum

Bakþankar
Fréttamynd

Rotin epli

Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst þá virðist áratugum saman hafa verið spilling innan fíkniefnadeildar lögreglu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Alls staðar má finna rotin epli

Bakþankar
Fréttamynd

Starfsmaður ársins

Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólasveinninn kemur í kvöld

Hvernig veit jólasveinninn að ég er stelpa?“ spurði fimm ára Elsa María eftir eina af skógjöfum liðinna daga. Systkinin eru ekkert lítið spennt fyrir komu jólasveinanna þrettán. Dagurinn hefst á umræðum um þann sem kom og lýkur á pælingum um þann sem er á leiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Svefninn mikli

Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Spark í rassinn

Undanfarnar vikur hef ég ekki haft undan að svara vinabeiðnum á Facebook. Ekki eru það bakþankarnir sem eru að slá svona í gegn enda beiðnirnar allar frá erlendum aðilum. Hvað veldur hugsa ég í smástund en slæ mig svo utanundir.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinstri og hægri á Tinder

Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Klikkuð körfuboltakvöld

Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld.

Bakþankar
Fréttamynd

Einn daginn berst bréf

"Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2.

Skoðun
Fréttamynd

Litla Ísland minnir á sig

Ekki líða margir dagar á milli þess sem maður fyllist stolti vegna árangurs samlanda. Tökum bara síðustu tvær vikur sem dæmi.

Bakþankar
Fréttamynd

Þroskamerki

Fram á þrítugsaldur þurfti að draga mig á eyrunum í gönguferðir. Ég man eftir göngu á Keili á barnsárum með foreldrum mínum og frændfólki þar sem ég grét úr mér augun yfir óréttlæti heimsins að ganga fjall í staðinn fyrir að fara í fótbolta. Samt beið mín súkkulaðisnúður á toppnum. Á dauða mínum átti ég von frekar en að ég ætti eftir að hafa gaman af gönguferðum síðar meir en sú er orðin raunin.

Bakþankar
Fréttamynd

Laumufarþegar um borð

Fjölmiðlafulltrúi FIFA tilkynnti blaðamönnum að um sorgardag væri að ræða á miðvikudag þegar fréttist að háttsettir menn í hreyfingunni hefðu verið handteknir.

Bakþankar
Fréttamynd

Að svindla á prófi

Fastlega má gera ráð fyrir að nemandi sem er staðinn að verki í stúdentsprófi hafi svindlað áður, og örugglega oftar en einu sinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Byrjandi í Baqueira Beret

Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar.

Bakþankar
Fréttamynd

Öskrandi í Austurstræti

Ég var brjálaður sem ég verð alls ekki oft. Reykurinn streymdi út um eyrun og augun rauð. Sökudólgurinn var ég sjálfur. Mig langaði að gráta og leitaði að vegg til að kýla.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinn fullkomni herbergisfélagi

Aðra hverja viku er allt á fullu. Eftir að hafa sótt krakkana síðastur allra foreldra, hundleiðinleg staðreynd – ég veit, tekur við full dagskrá þangað til komið er í draumaheiminn. Þá er líf og fjör, með tilheyrandi hlátri og gráti og sjaldnast tími til að velta einu né neinu fyrir sér. Hin vikan er rólegri og stundum einmanaleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin Bermúdaskál

Sjálfur mun ég eðlilega klæða mig í Seahawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skrautlegri kantinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Besta gjöf í heimi

Þótt ég sé afar sáttur við líf mitt hingað til og vilji litlu sem engu breyta í heildaratburðarásinni eru einstaka augnablik þar sem ég vildi að ég hefði haft meira frumkvæði. Synt á móti straumnum. Gert það sem ég vildi gera óháð því sem allir aðrir gerðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Einn í Berlín á aðfangadag

Berglind er heilbrigðisstarfsmaður í Berlín sem kemst að því 1. desember að það er búið að setja hana á vakt á Þorláksmessu og aðfangadag. Yfirmaðurinn sýnir engan skilning. Jólafrí á Íslandi er úr sögunni.

Bakþankar