Svavar Hávarðsson

Fréttamynd

Girðingarlykkjurnar

Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. "Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það "fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Formennirnir í lífi mínu

Nú er svo komið að í hvert sinn sem ég fer úr fötunum verður mér hugsað til Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra. Ég get útskýrt.

Bakþankar
Fréttamynd

Grunur um morgunmat

Auðvitað get ég ekki fullyrt neitt, en ég held að við bræðurnir höfum bara einu sinni migið á okkur á sama tíma. Það var úr hlátri þegar mamma trúði okkur fyrir því að grunur léki á að hún væri haldin alvarlegum sjúkdómi. Áður en þú dregur þá ályktun að við bræðurnir séum skíthælar, báðir tveir, þá get ég útskýrt hvernig í þessu lá.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar fjall segir sögu

Ég stóð varla út úr hnefa þegar þetta var. Hjartað hamaðist í brjóstinu þar sem ég stóð með eyrað fast við berghamarinn og hlustaði á niðinn frá þýskum sprengjuflugvélum sem komu fljúgandi inn fjörðinn. Svo heyrðist ýlfrið í sprengjunum þegar þær féllu – í átt að risavöxnu skipinu sem lá á firðinum. Hver á eftir annarri skullu sprengjurnar í sjóinn og köstuðu stáldrekanum til og frá þegar þær sprungu með ærandi hávaða. Geltið í

Bakþankar
Fréttamynd

Ef væri ég hún Salome

Salome. Það var nafnið sem mamma og pabbi gáfu mér sumarið 1967. Um haustið, þegar ég fæddist, var ljóst að þau heiðurshjónin þyrftu að draga upp nýja áætlun. Ég var skírður eftir Svavari afa á Seyðisfirði og ég hef borið nafnið mitt með stolti. Ég man ekki eftir honum afa en frásagnir þeirra sem þekktu hann, þær duga mér. Hef ég staðið undir nafninu? Sennilega ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Mamma og afbitna eyrað

Fyrir svona fimmtán árum fékk ég áhuga á hnefaleikum – á þeim tíma sem beinar útsendingar hófust frá þessari vinsælu íþrótt í fyrsta skipti. Úr varð nýtt æði á Íslandi. Ég, eins og tugþúsundir annarra, sat við skjáinn og taldi mig hafa fundið nýjan sannleika. Ég lagðist í trúboð – vildi kveða niður gagnrýnisraddir sem voru margar. Það má reyndar segja að fleiri hafi fyllt hóp gagnrýnenda en þeirra sem litu æðið jákvæðum augum, eins og kom greinilega fram í samfélagsumræðunni á þeim tíma.

Bakþankar
Fréttamynd

Raunveruleikatékk

Þetta hlýtur að hafa verið árið 1981. Ég rölti upp bryggjuna með ömmu Stínu á leiðinni í soðna ýsu hjá mömmu. Við áttum klukkutíma hvíld frá frystihúsinu; það var kærkomið þennan fallega sumardag. Ég rétt fermdur; amma þúsund ára, fannst mér þá. Á bryggjunni stakk ég hendinni í vasann og fann þar fyrir nokkrar álkrónur; eða flotkrónur eins og þær voru nefndar eftir

Bakþankar
Fréttamynd

Já, nei – Eyrbyggja

Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Viltu koma í sjómann?

Stuttu fyrir áramótin ræddi ég við tvo menn um sjómennsku. Þetta spjall leiddi okkur í ýmsar áttir en eitt gátum við þó ekki verið sammála um og voru það kjör sjómannastéttarinnar. Báðir viðmælendur mínir voru þeirrar skoðunar að sjómenn bæru meira úr býtum en starfið gæfi tilefni til. Þeir voru vel vopnaðir af dæmum um mettúra íslenskra skipa og hvað veiðiferðin hefði gefið í hásetahlut; jafnvel var búið að reikna aukahlutinn hjá bátsmönnum og kokki til að gefa skýrari mynd af "gullmokstrinum“, svo ég vitni til annars viðmælanda míns. Ég er þeim ósammála, og taldi mig standa nokkuð styrkum fótum í röksemdafærslu minni um að sjómenn fengju ekki meira en þeir ættu skilið. Á það var ekki hlustað og ég sá reyndar að það var vonlaust að taka þennan slag. "Viltu koma í sjómann“, var tilboð frá öðrum þeirra sem staðfesti það.

Bakþankar
Fréttamynd

Poki og Íslandssagan

Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök?

Bakþankar
Fréttamynd

Synd og skömm

Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn.

Bakþankar
Fréttamynd

Að deyja úr kulda

Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. "Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn,“ var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda.

Bakþankar
Fréttamynd

Að eyðileggja manneskju

Ekki er langt liðið frá því að þingmaður var dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir að bendla háskólaprófessor við óeðlileg tengsl við hagsmunasamtök. Orðin kosta þingmanninn 300 þúsund krónur en ég ætla ekki að hafa neitt af þeim eftir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Látum líka liggja á milli hluta hvort niðurstaða héraðsdóms telst réttmæt. Sjálfur hef ég ekki tilfinningu fyrir því hvernig á að meta æru manns til fjár. Hitt er annað mál að þessi niðurstaða vekur upp spurningar um önnur mál þar sem þolendum eru dæmdar bætur fyrir miska.

Bakþankar
Fréttamynd

Helvíti á jörð

Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjónvarpið mitt

Stofan mín er á stærð við leikteppi tveggja ára gamals barns. Í öndvegi stendur þar forláta túbusjónvarp af Grundig-gerð, fjórtán ára gamalt. Það er á stærð við tönn á traktorsgröfu og myndgæðin á 29 tommu skjánum eru satt best að segja engin. Þetta tvennt, stofan mín og Grundigginn, eiga illa saman en einhverra hluta vegna fæ ég það ekki af mér að skilja á milli og bjóða nýtt sjónvarp velkomið í húsið. Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Hér verður aðeins fjallað um eina þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Veiðibjöllurnar

Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð.

Bakþankar
Fréttamynd

Rammíslenskt

Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. "Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki...“ skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt.

Bakþankar
Fréttamynd

Þurrbrjósta á bráðadeild

Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Drusl!?

Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl.

Bakþankar
Fréttamynd

Einstefna?

Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist.

Bakþankar
Fréttamynd

Höldum kökubasar!

Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi.

Bakþankar
Fréttamynd

Vegurinn heim

Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan.

Bakþankar
Fréttamynd

Tylft þroskaðra manna

Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekkert hefur breyst

Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó "stundað námið“ í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað.

Bakþankar
Fréttamynd

Sísí slekkur í sinu

Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tvísýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævintýri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í?

Bakþankar
Fréttamynd

50% Svavar - 50% Benidorm

Alltaf annað slagið þarf ég að segja sömu gömlu söguna um hvaða lönd ég hef heimsótt, og svara þeirri spurningu hvort ég myndi mæla með ferðalagi til viðkomandi staðar. Sömu gömlu söguna segi ég vegna þess að þeir sem leita ráða um sniðuga ferðakosti ættu ekki að leita til mín. Það er nefnilega svo að mín ferðamennska hefur að töluverðu leyti einskorðast við það að selja þorsk. Borgirnar Hull og Grimsby í Englandi, Bremenhaven í Þýskalandi og Þórshöfn í Færeyjum vekja litla hrifningu; það gerir St. John á Nýfundnalandi ekki heldur og bærinn Alta í Noregi virðist ekki vekja nein sérstök viðbrögð. Já, það er rétt hjá þér. Ég hef aldrei farið á sólarströnd. Það stendur heldur ekki til þar sem ég er þannig búinn frá náttúrunnar hendi að gengi ég um sólarströnd nokkra daga í röð þá myndi ég sennilega fara heim í poka. 50% Svavar og 50% sandur frá Benidorm.

Bakþankar
Fréttamynd

Svo lengi lærir sem lifir

Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi.

Bakþankar