Rannsóknarskýrsla Alþingis

Fréttamynd

Stærri og færri ráðuneyti

Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þýða Rannsóknarskýrsluna á ensku

Þingflokkur Hreyfingarinnar auk Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, leggja til að Rannsóknarskýrsla Alþingis verði þýdd á ensku í heild sinni. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti

Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm

Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur.

Innlent
Fréttamynd

Páll Hreinsson dómari við EFTA dómstólinn

Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður dómari við EFTA dómstólinn frá 15. september næstkomandi. Þorgeir Örlygsson lætur þá af því starfi og tekur sæti í Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Vefur Alþingis er hástökkvari vikunnar

Með hækkandi sól dregur almennt úr netnotkun. Þannig sýna niðurstöður Samræmdrar vefmælingar Módernus að notendum fækkar á milli vikna hjá 14 af 25 vinsælustu vefjunum.

Innlent
Fréttamynd

Mun svara skýrslu Alþingis

Björgólfur Thor Björgólfsson segist ætla að svara rangfærslum um sig í Rannsóknarskýrslu Alþingis á næstunni. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

"Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. "Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust

Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing

Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi.

Innlent
Fréttamynd

Illugi: Óvissunni hefur ekki verið eytt

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veit ekki hvort rannsókn yfirvalda á peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna sé lokið. Hann veit því ekki hvenær hann snýr aftur til starfa á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður og Helgi Magnús verða saksóknarar

Sigríður J. Friðjónsdóttir verður tilnefnd sem saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson verður tilnefndur sem varasaksóknari í málinu gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sérstakur saksóknari í máli Geirs kjörinn á miðvikudag

Gert er ráð fyrir að sérstakur saksóknari Alþingis vegna ákæru á hendur Geir Haarde verði skipaður á þingfundi á miðvikudag, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún á von á því að farið verði með kosninguna með svipuðum hætti og þegar að Umboðsmaður Alþingis er kosinn.

Innlent
Fréttamynd

Atli bjóst ekki við ákærum

Stjórnmál Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er ekki hrifinn af skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna. Pétur kallaði niðurstöðu nefndarinnar loðmullu og lét þannig í ljós að honum fyndist nefndin sýna linkind í afstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben: Trúnaðargögnum haldið frá þingmönnum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi málflutning þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna þar sem því er borið við að stór hluti þeirra gagna sem nefndin notaðist við í vinnu sinni sé trúnaðarmál og því ekki hægt að opinbera þau.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu grein fyrir sínum þætti í júní

Ólíklegt er að fleiri fyrrverandi ráðherrar skili af sér sérstakri greinargerð um störf sín í aðdraganda bankahrunsins eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, gerði fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán þingmenn leggja til rannsókn á einkavæðingu bankanna

Fimmtán þingmenn úr Samfylkingunni og VG standa að baki tillögu um að óháð rannsókn fari fram á einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og tengdum málefnum. Til verksins verði fengnir sjálfstæðir aðilar sem hafi sömu heimildir til skýrslutöku og

Innlent
Fréttamynd

Atli: Ráðherrunum átti ekki að bregða

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis, segir að þeim fjórum ráðherrum sem lagt er til að verði ákærðir fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð hefði ekki átt að koma á óvart að nefndin væri að skoða þann möguleika. Hann segir að þeir hafi fengið bréf frá nefndinni þar sem kom fram að verið væri að skoða ráðherraábyrgð og vísað sérstaklega í kafla skýrslunnar sem fjalla um þau atriði.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Elín: Ég vil ekki hefnd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi fyrir stundu að Íslendingar þurfi í sameiningu að hugsa hvernig hægt sé að gera landið að því besta í heimi. Hún flutti einnig sögu af vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Árni Páll: Skýrslan ekki nægur grunnur fyrir ákærur

Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahagsráðherra, segir Rannsóknarskýrslu Alþingis ekki nægjanlega sterka heimild til að reisa á ákærur. Hann lofar skýrsluna sem slíka en segir að í henni sé atburðum jafnvel lýst út frá vitnisburði fárra hagsmunaaðila í stað þess að þar sé birt niðurstaða óháðrar rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Atli vill nýjar kosningar ef þingið axlar ekki ábyrgð sína

Atli Gíslason segir að ef þingið axli ekki þá ábyrgð sem á það er lögð í kjölfar bankahrunsins og dragi til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda þess, þá sé full ástæða til að boða til nýrra kosninga þannig að þingmenn endurnýi umboð sitt.

Innlent
Fréttamynd

Opinn fundur um kynjagreiningu á rannsóknarskýrslunni

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til opins fyrirlestar í dag um kynjagreiningu á Rannsóknarskýrslu Alþingis. Heiti fundarins er „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!"

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ráðherrar láti af þingmennsku

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram breytingatillögu við þingsályktunartillögu um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Tillagan gerir ráð fyrir því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi. Að tillögunni standa þau Siv Friðleifsdóttir, Eygló Harðardóttir og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur um málshöfðanir ræddar í dag

Þingsályktanir um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum verða ræddar á Alþingi í dag. Verði þær samþykktar verður landsdómur kallaður saman í fyrsta sinn. Niðurstaða þar um mun að líkindum fást í næstu viku.

Innlent