Suðurkjördæmi

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi.

Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu.

Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi
Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli.

Segir kjósendur Miðflokksins hafa keypt köttinn í sekknum og sendi kæru vegna Birgis
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur fengið nýja kæru. Þar er þess krafist að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar og kjörbréf hans verði ekki staðfest. Í hans stað eigi Erna Bjarnadóttir, frambjóðanda Miðflokksins í Suðurkjördæmi, að fara á Alþingi.

Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“
Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“.

Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu
Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Skipt um lás í Suðvesturkjördæmi og öryggisvörður gætti gagna í Ráðhúsinu
Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis virðist hafa gengið hvað lengst til þess að tryggja öryggi kjörgagna á kjördag og eftir talningu atkvæða. Skipt var um lás á geymslunni þar sem kjörgögnin voru geymd og eini lykillinn að henni skilinn eftir í vörslu yfirkjörstjórnar.

Óbreyttar niðurstöður að lokinni endurtalningu í Suðurkjördæmi
Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi lauk þrjár mínútur yfir miðnætti. Gerðar voru tvær endurtalningar og skiluðu báðar sömu niðurstöðu og upphaflega var kynnt á sunnudag. Standa úrslitin því óbreytt í Suðurkjördæmi.

Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu
Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag.

Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast
Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum.

Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi
Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi.

Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum
Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu.

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi
Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær.

Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi
Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn.

Stálu senunni á kjörstað
Fjölskylda á Selfossi stal senunni í gær þegar hún fór að kjósa uppáklædd faldbúningi frá 17. öld og herrabúningi frá 18. öld. Þá var barnabarnið í 19. aldar upphlut.

Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi
Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað.

„Þetta voru góðir níu tímar“
Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt.

Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi
Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta.