Bergsteinn Sigurðsson

Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Á hærra plani

Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinir dómbæru

Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Í Bóksölunni

Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin forboðna léttúðardós

Yfirvöldum hefur ætíð verið umhugað um að þegnar þeirra sýni aðhald þegar holdið er annars vegar. Mig minnir að í Grágás megi finna klausu í þá veru að enginn skuli láta saurgast af eigin höndum, ferfættu kvikindi eða boruðu tré. Sjálfsfróun þykir ekki tiltökumál í dag og illu heilli berast af og til fréttir af níðingum sem svala fýsnum sínum á saklausum

Bakþankar
Fréttamynd

Molar um málfar og minni

Málfarsráðunautur RÚV skrifaði umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann gagnrýndi skort á umburðarlyndi og þröngsýni í umræðu um íslenskt mál. Að hans mati er málumvöndun til marks um staðnaðan hugsunarhátt og vinnur gegn markmiðum um bætta

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumót við heiminn

Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna

Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking

Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Klink og banki

Hvaða samfélagshópur ætli noti mynttalningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líklegastur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla?

Bakþankar
Fréttamynd

Óseðjandi þrætulyst

Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins.

Bakþankar
Fréttamynd

Saga sjálftökunnar

Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenska umræðuhefðin

Á miðvikudag mætti Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í dægurmálaútvarp RÚV til að spjalla um breytingar á klukkunni. Tilefnið var að hópur vísindamanna hefur lagt til að klukkunni verði seinkað til samræmis við sólargang.

Bakþankar
Fréttamynd

Meðvirkni eða ástríðu?

Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu.

Bakþankar
Fréttamynd

Við áramót

Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða.

Bakþankar
Fréttamynd

Í naglabúðinni

Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélindað, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkjóttum enskuslettum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stúkumennirnir

Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn."

Bakþankar
Fréttamynd

Grútarháleistar

Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jóhrannar

Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“

Bakþankar
Fréttamynd

Sjálfbærar nornaveiðar

Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Að finna fjölina sína

Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna.

Bakþankar
Fréttamynd

Heima

Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vestur­strönd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's

Bakþankar
Fréttamynd

Pómóbolti

Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum.

Bakþankar
Fréttamynd

Svefnrof

Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðþrifamálin

Alþingismenn hafa nú verið leystir undan því oki að þurfa að mæta með bindi í vinnuna. Þetta leggst misvel í mannskapinn. Meðan hatursmenn slifsanna varpa öndinni léttar, óttast hinir íhaldsamari að nú fari Þráinn Bertelsson og Þór Saari að mæta í kvartbuxum og havaískyrtum í vinnuna og virðingunni fyrir löggjafarsamkundunni verði endanlega kastað fyrir róða.

Bakþankar
Fréttamynd

Í Stjórnarráðinu

Jóhanna feykir upp dyrunum og drífur sig óðamála inn. „Hæ, Steingrímur. Fyrirgefðu hvað ég er sein, var stoppuð af fréttamönnum frammi." Steingrímur svarar án þesss að líta upp úr dagblaðinu. „Ekkert mál, ekki eins og okkur liggi á. Hvað sagðirðu þeim annars?" Jóhanna hengir rauða jakkann upp á snaga. „Bara það sama og síðast, að okkur þokaði vel áfram í stjórnarmyndunarviðræðum en ég gæti ekkert gefið upp fyrr en endanlega niðurstaða lægi fyrir. Og svo minnti ég þá á að það er ennþá starfandi ríkisstjórn."

Bakþankar
Fréttamynd

Gráskalli

He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ung­dæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power – mitt er valdið,“ voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli.

Bakþankar
Fréttamynd

Að ýlfra eins og sjakali

Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki aftur Jenga

Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll.

Bakþankar