Mál Mason Greenwood

Fréttamynd

Klaga Bellingham fyrir að kalla Greenwood nauðgara

Getafe hefur klagað Jude Bellingham, leikmann Real Madrid, eftir að hann átti að hafa kallað Mason Greenwood nauðgara í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-2, en Joselu skoraði bæði mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla hefur á­huga á Greenwood

Talið er að enski framherjinn Mason Greenwood vilja skipt alfarið yfir til Getafe þar sem hann er á láni frá Manchester United. Talið er að Sevilla ætli að veita Getafe samkeppni um leikmanninn sem spilaði hvorki né æfði í fleiri mánuði eftir að þáverandi kærasta hans sagði hann hafa beitt sig ítrekuðu líkamlegu ofbeldi og birti myndir því til sönnunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mason Greenwood snýr aftur í heim tölvuleikjanna

Aðdáendur fótboltatölvuleiksins sívinsæla, Football Manager, bíða enn frétta um hvenær næsta útgafa leiksins kemur út. En þeir hafa fengið það staðfest að Mason Greenwood mun snúa aftur til leiksins eftir að hafa skrifað undir lánssamning við Getafe á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu

Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Greenwood laus allra mála

Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mál Greenwood enn til rann­sóknar

Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.

Enski boltinn
  • «
  • 1
  • 2