Karl III Bretakonungur

Fréttamynd

Vill komast aftur í vinnuna

Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

Lífið
Fréttamynd

Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Banda­ríkjunum

Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna.

Lífið
Fréttamynd

Nógu heilsu­hraustur fyrir sím­tal

Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. 

Lífið
Fréttamynd

Karl og Katrín sögð hafa verið þau sem ræddu húð­lit Archie

Omid Scobie, höfundur bókarinnar Endgame: Inside the Royal Family, segir rannsókn hafna á því hvernig Karl Bretakonungur og Katrín, prinsessan af Wales, voru nefnd í tengslum við umræðu um húðlit sonar Harry Bretaprins og Meghan, eiginkonu hans, í hollenskri útgáfu bókarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja

Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja.

Erlent
Fréttamynd

Ár frá and­láti Elísa­betar og Karli vegnar bara nokkuð vel

Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda.

Erlent
Fréttamynd

Peysa Díönu prinsessu á upp­­­boði

Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni.

Lífið
Fréttamynd

Kóngurinn nennti ekki að bíða eftir Biden

Karl Breta­konungur var ekkert sér­stak­lega þolin­móður þegar hann tók á móti Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við líf­vörð konungsins, sem var ekkert sér­stak­lega skemmt.

Lífið
Fréttamynd

Karl III krýndur konungur Skotlands

Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið Meg­han Mark­le í dular­gervi

Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fögnuðu krýningu Karls III

Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum.

Lífið
Fréttamynd

„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíba­hafi

For­sætis­ráð­herra eyja­ríkisins Sankti Vin­sent og Grenadína í Karíba­hafi segir það „absúrd“ að Karl Breta­konungur sé þjóð­höfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valda­tíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífs­tíð.

Erlent
Fréttamynd

Vil­hjálmur sagði að Elísa­bet hefði verið stolt

Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið.

Erlent
Fréttamynd

Krýning Karls III Bretakonungs í myndum

Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 

Erlent
Fréttamynd

Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti

Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Karl krýndur konungur

Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir.

Erlent