Risaeðlur

Fréttamynd

Vill gefa Reykjavík risaeðlu

Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann.

Innlent
Fréttamynd

Fær að nefna risa­eðluna eftir að hann keypti beina­grindina

Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.

Erlent
Fréttamynd

Segja niður­stöður rann­sóknar á grameðlum rangar

Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni.

Erlent
Fréttamynd

Fundu hundrað milljón ára gömul risa­eðlu­fót­spor

Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Efnafræðikennari og tannlæknir skoðuðu gosið í risaeðlubúningum

„Við höfðum sérð myndir af einhverju fólki í risaeðlubúning á gosstöðvunum og okkur fannst það svo fyndið. Ég átti risaeðlubúning sjálfur og vinur minn fékk lánaðan, við ákváðum að skella okkur bara til að hafa gaman og gera okkur dagamun,“ segir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson í samtali við Vísi.

Lífið