Heimaeyjargosið 1973

Fréttamynd

Eyjakona í Grinda­vík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni

Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni.

Innlent
Fréttamynd

Gosloka­há­tíð ekki í sam­keppni við Þjóð­há­tíð

Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heima­eyj­argosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 

Innlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife

Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins

Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Innlent
Fréttamynd

Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30.

Fréttir
Fréttamynd

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos

Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eldheimar munu kosta 890 milljónir

Safnið Eldheimar opnar í Vestmannaeyjum næsta vor. Kostnaðurinn nemur um 890 milljónum króna. Erlendir ferðamenn bíða spenntir eftir að safnið verði opnað. Rúmlega eitt hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Eyjar á síðasta ári.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2