Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn

Fréttamynd

„Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður“

„Ég var á neyðarbílnum þetta kvöld sem er bíll sem er alltaf mannaður af bráðatækni. Það eru allar stöðvar á leiðinni á vettvang. Þetta var um vetur og þetta var seint að kvöldi til og það var myrkur. Þegar við komum á vettvang var bíllinn á kafi. Við sjáum samt að ofan á sjónum er smá klaki, smá ísing og því sjáum við hvar bíllinn fer ofan í,“ segir Birgir Þór Guðmundsson sjúkraflutningamaður, í þættinum Baklandið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði

Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning.

Innlent