Lokasóknin

Fréttamynd

„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“

Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu tilþrif umferðarinnar í NFL

NFL-deildin í Bandaríkjunum er komin á fullt span en um helgina og í gær var sjötta umferð deildarinnar leikin. Líkt og vanalega var mikið um skemmtileg tilþrif hjá leikmönnum deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Lokasóknin: Hvað voruð þið að gera?

Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 fór í vikunni yfir síðustu umferð deildarkeppni NFL-deildarinnar á þessu tímabili en þar réð endanlega hvaða lið komust í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.

Sport
Fréttamynd

Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“

Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum.

Sport
Fréttamynd

Loka­sóknin um upp­risu Buc­ca­neers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“

„Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum.

Sport
Fréttamynd

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir full­komnir?

Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Sport
Fréttamynd

Lokasóknin: Vesen hjá Brady en Wilson hress í London

Þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir öll helstu málin í NFL deildinni í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 nú í vikunni. Þeir fóru yfir hverjir áttu góða og slæma helgi og þar kenndi ýmissa grasa.

Sport
Fréttamynd

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady

Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

Sport
Fréttamynd

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann

Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Sport
  • «
  • 1
  • 2