Íslensk fræði

Fréttamynd

Ís­lensk strandmenning í brenni­depli á Akra­nesi

Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Menning
Fréttamynd

Fær 215 milljóna króna styrk til að rann­saka mál­notkun þing­manna

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk dul­úðugan Er­lend í Unu­húsi á heilann

Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor.

Menning
Fréttamynd

Kennarinn á Sjónar­hóli

Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg.

Skoðun
Fréttamynd

Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu

Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið.

Innlent
Fréttamynd

Hús íslenskunnar heitir Edda

Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið

Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Sviptir hulunni af elstu ljós­mynd Ís­lands­sögunnar

Í Íslandi í dag var greint frá fundi á elstu varðveittu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Íslandi. Myndirnar eru teknar nokkrum vikum áður en myndin sem áður var sögð sú elsta var tekin, vorið 1845. Guðmundur J. Guðmundsson fann ljósmyndirnar í austurrísku tímariti eftir umfangsmikið grúsk, en ekki í góðum gæðum, og það vantar þar ljósmynd sem önnur mynd skyggir á.

Innlent
Fréttamynd

Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“

Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan.

Innlent
Fréttamynd

Upp­­runi Ís­­lendinga sé flóknari en áður var talið

Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti Bók­sölu­listinn fyrir jól

Nú æsast heldur betur leikar í bóksölunni. Hér getur að líta síðasta Bóksölulistann sem birtist fyrir þessi jólin en jólabókaflóðið er nú að nálgast hápunkt sinn. Að mati sérfræðings Vísis í bóksölu, Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, liggur fyrir að hinn svokallaði Svarti foli þetta árið, sá sem kemur helst á óvart, er sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir.

Menning
Fréttamynd

Katrín til­nefnd til bók­mennta­verð­launa

Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar.

Menning
Fréttamynd

Grettistak

Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­­lendingar hafi alltaf fyrir­­litið sinn rétta uppruna

Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum.

Innlent
Fréttamynd

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi aldrei láta það uppi“

Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Menning
Fréttamynd

Til varnar tungunni

Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti lýðveldisins sagði gjarnan að íslensk tunga gerði okkur að þjóð. Ég gæti ekki verið meira sammála. En móðurmálið á undir högg að sækja. Íslenska er að sönnu örmál og við þurfum því að kosta kapps um að vernda hana og styrkja.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur náð mögnuðum tökum á málinu á skömmum tíma

„Ég hef lært íslensku í þrjú ár. Nú á dögum er ég að læra meira af því að ég er í vinnu í grunnskóla, þar sem ég hef verið að tala við krakkana allan tímann,“ segir hinn kínverski Yi Hu, sem rætt var við í Íslandi í dag í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“

Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Þjóð­minja­safns harma verk­lag Lilju

Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“

Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna.

Innlent