Hörður

Fréttamynd

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir

Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og myndir: Haukar - Hörður 37-30 | Haukar í undanúrslit

Haukar unnu sjö marka sigur á Herði og eru komnir í undanúrslit Powerade-bikarsins í handbolta. Þrátt fyrir að hafa verið undir allan leikinn þá sýndi Hörður gæði inn á milli og voru aðeins einu marki undir í hálfleik. Haukar voru sterkari á svellinu í seinni hálfleik og unnu að lokum 37-30.

Handbolti
Fréttamynd

Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik

Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins.

Handbolti
Fréttamynd

Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér

Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar.

Handbolti
  • «
  • 1
  • 2