Spotify

Fréttamynd

Al­gjörir yfir­burðir Haf­dísar Huldar

Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey toppar Lady Gaga

Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.

Lífið
Fréttamynd

Spotify hækkar verðið

Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Taylor Swift skellti skolla­eyrum við boði Meg­han Mark­le

Taylor Swift þáði ekki boð Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, um að mæta sem gestur í hlað­varps­þátt hennar Arche­types. Her­toga­ynjan sendi henni skrif­lega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götu­blaðið The Sun full­yrðir.

Lífið
Fréttamynd

Stjórnandi Spoti­fy illur út í Harry og Meg­han

Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlað­varps­mála hjá sænsku tón­listar­veitunni Spoti­fy, var þung­orður í garð her­toga­hjónanna Harry og Meg­han í eigin hlað­varps­þætti og kallaði hjónin eigin­hags­muna­seggi. Spoti­fy og hjónin komust að sam­komu­lagi fyrir helgi um upp­sögn á fram­leiðslu­samningi hjónanna við tón­listar­veituna.

Lífið
Fréttamynd

Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify

Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk beinan stuðning frá Spotify

Rapparinn Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með ástarlagið Klisja. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var svo tónlistarmaðurinn Magnús Gunn mættur með nýjasta lagið sitt „I’ll Be Alright“ en lagið lenti inn á vinsælum lagalista hjá streymisveitunni Spotify.

Tónlist
Fréttamynd

Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022

Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Lífið
Fréttamynd

Harry Styles á toppnum

Harry Styles situr efstur á lista sumarsins frá streymisveitunni Spotify. Á honum eru streymistölur síðustu mánaðar settar saman í tuttugu laga lista en Kate Bush tók þó sigursætið, ef aðeins er horft á streymistölurnar frá Bandaríkjunum, 37 árum eftir að lagið kom upprunalega út.

Lífið
Fréttamynd

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Lífið
Fréttamynd

Hrun í tekju­hlut­­deild ís­­lenskrar tón­listar

Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa af plötusölu og streymi hækkuðu um 5% milli 2020 og 2021. Aukast þær nú fjórða árið í röð en fyrir það mældist sjö ára samfelldur tekjusamdráttur. Þrátt fyrir aukninguna hefur hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkað á hverju ári og er nú lægri en nokkru sinni fyrr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience.

Tónlist
Fréttamynd

Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify

Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19.

Lífið
Fréttamynd

Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan

Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan.

Lífið
  • «
  • 1
  • 2