Arnar Þór Jónsson

Fréttamynd

Rödd þjóðarinnar

Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg.

Skoðun
Fréttamynd

Glatað lýð­ræði?

Til hvers erum við að kjósa forseta? Til hvers kjósum við þingmenn? Er það ekki til að vera ráðsmenn, umsjónarmenn eigna okkar, vörslumenn hagsmuna okkar? Þessir fulltrúar eiga að vera hollir og dyggir þjónar sem starfa fyrir fólkið í landinu - ekki fyrir sig sjálfa og ekki fyrir flokkinn sinn heldur fyrir þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stætt fólk, sjálf­stæð þjóð

Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra.

Skoðun
Fréttamynd

Ögur­stundin nálgast

Í Morgunblaðsgrein sinni 27.12. sl. undirstrikaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með sína 100% endurnýjanlegu orku.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­vekja til Ís­lendinga

Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Í þágu upp­lýstrar um­ræðu

Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum.

Skoðun
Fréttamynd

Flokka­dráttur skaðar lýð­ræðið

„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958).

Skoðun
Fréttamynd

Aðgát skal höfð

Eftirfarandi línur eru settar á blað til að hvetja lesendur til aðgátar. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til „að fletja kúrfuna“ varð að tveggja ára haftatíma. Þegar við nú loks drögum andann léttar blasir við nýr veruleiki.

Skoðun
Fréttamynd

Vakandi fólk, virkt lýð­ræði

Að ytri ásýnd stendur lýðræðið óhaggað: Við erum með löggjafarþing, ríkisstjórn og dómstóla, stjórnarskrárfestu, lög sem verja eignarrétt, mannréttindasáttmála, fjölmiðla sem státa sig af mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og sennilega eitt hæsta hlutfall lögfræðinga miðað við höfðatölu.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn

Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. 

Skoðun
Fréttamynd

Hið ó­hjá­kvæmi­lega sam­hengi laga og sam­fé­lags

Á síðustu árum hef ég ritað tugi greina í blöð og tímarit um undirstöður laga og réttar, um lýðræði, valdtemprun og nauðsyn þess að valdhafar svari til ábyrgðar, um samhengi réttinda og skyldna, mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar o.m.fl. Framlag mitt má vissulega kallast þátttaka í „samfélagsumræðu“ en hún er þó fyrst og fremst innlegg í lagalega umræðu, því þetta tvennt verður í raun ekki aðgreint.

Skoðun