Sky Lagoon

Fréttamynd

Myndaveisla: Skáluðu fyrir sorginni í Sky Lagoon

Einstök stemmning skapaðist á góðgerðartónleikunum, Sungið með sorginni, í Sky Lagoon í gærkvöldi þegar tónlistarfólkið Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Salka Sól Eyfeld, Karl Olgeirsson og DJ Dóra Júlía skemmtu gestum.

Lífið
Fréttamynd

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið
Fréttamynd

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið
Fréttamynd

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Lífið
Fréttamynd

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan

„Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fimm milljarða baðlón á Kársnesi

Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til.

Innlent