ReyCup

Fréttamynd

Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun

Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara.

Sport
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg

Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða

ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.

Innlent
Fréttamynd

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.

Tónlist