HM 2023 í körfubolta

Fréttamynd

Elvar Már ekki með gegn Spáni á morgun

Elvar Már Friðriksson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar liðið mætir Spáni í undankeppni heimsmeistaramótsins á morgun. Elvar er að glíma við meiðsli í nára.

Körfubolti
Fréttamynd

Ítalía gerði Ís­landi greiða

Ítalía vann eins nauman sigur og mögulegt er á Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta, lokatölur 85-84. Sigurinn þýðir að Ítalía er komið á HM á meðan Ísland mætir Georgíu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og Filippseyjum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“

Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“

Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Lands­liðs­þjálfari kvenna ösku­illur eftir tap Ís­lands

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram

Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Að vinna þá núna yrði risastórt“

„Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi.

Körfubolti