Samkvæmislífið

Fréttamynd

Öllu tjaldað til á árs­há­tíð Hafnarfjarðarbæjar

Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi.

Lífið
Fréttamynd

Elíta ís­lenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó

„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

Tónlist
Fréttamynd

Konur í at­vinnu­lífinu tóku skrefið

Góð stemming var á Sýnileikadegi FKA í vikunni en yfirskriftin á deginum í ár var „Taktu skrefið/take the leap“. Þetta var í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og fór hann fram í Arion banka að þessu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar fjöl­menntu á endur­komu Hönsu á stóra sviðið

Líf og fjör var í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur fyrir fullu húsi. Verkið er í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur og með aðalhlutverkin fara þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton.

Lífið
Fréttamynd

Frægir úr fjöl­mörgum áttum í funheitu partýi

Margt var um manninn á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti á dögunum þar sem skálað var fyrir því að febrúar væri rúmlega hálfnaður og daginn tekið að lengja. Boðið var upp á léttar veitingar, vín og kokteila með tilheyrandi gleði og fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið
Fréttamynd

Ferskur and­blær í hlustunarpartýi Ízleifs

Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. 

Tónlist
Fréttamynd

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið
Fréttamynd

Æðis­leg Dorrit stal senunni í Bíó Para­dís

Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu  þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu list­rænt D-vítamín

Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Menning