Hillsborough-slysið

Fréttamynd

Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu

Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Greiða Hillsbor­ough-fjöl­skyldum bætur vegna yfir­hylmingar

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins

Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot.

Erlent
Fréttamynd

Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum

Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Everton minnist stuðningsmanna Liverpool

Everton og Liverpool mætast á Goodison Park á laugardaginn í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni og fyrir leikinn munu heimamenn Everton minnast versta dags í sögu Liverpool með táknrænum hætti.

Enski boltinn
Fréttamynd

ÍBV-treflar á minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins

Eyjamenn tóku þátt í minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins sem fram fór á Anfield í gær en þá var þess minnst að 25 ár eru síðan 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forrest í enska bikarnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gerrard: Tilfinningarnar flæddu vegna Hillsborough

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn.

Enski boltinn
  • «
  • 1
  • 2