Ást er...

Fréttamynd

„Sætasti gaur sem ég þekki“

Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta.

Makamál
Fréttamynd

Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi

Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 

Makamál
Fréttamynd

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Makamál
Fréttamynd

Ást er: Segja fjöl­miðla minna þau á aldurs­muninn

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna LXS, og sambýlismaður hennar, Enok Jónsson, kynntust fyrir um tveimur árum síðan á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Enok hélt upp á tvítugsafmæli sitt á staðnum, sem  var á þeim tíma í eigu Birgittu. 

Makamál
Fréttamynd

„Hún sá mig fyrst í Idolinu“

Söngkennarinn og Idolstjarnan Kjalar Martinsson Kollmar og kærastan hans, Metta Sigurrós Eyjólfsdóttir sálfræðinemi kynntust í gegnum samfélagsmiðla í kjölfar Idol-keppninnar í vetur. Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar og hafnaði í öðru sæti.

Makamál
Fréttamynd

Áttu fal­­lega stund í leynilauginni

Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara

„Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna Pálsdóttir, pistlahöfundur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur eftir að hún og kærastinn, Guðmundur Ingi, eða Dommi, fóru að stinga saman nefjum fyrir tveimur árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

Makamál
Fréttamynd

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 

Makamál
Fréttamynd

Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn

Áhrifavaldurinn og áhugaljósmyndarinn Ína María Einarsdóttir og kærastinn hennar, Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta, hafa flakkað heimshorna á milli síðastliðin átta ár sökum atvinnumennskunnar.

Makamál
Fréttamynd

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál
Fréttamynd

„Allir staðir eru rómantískir með réttu mann­eskjunni“

Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 

Makamál
Fréttamynd

Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna

Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt.

Áskorun
Fréttamynd

Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“

„Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 

Lífið
Fréttamynd

„Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“

Brashjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson hittust fyrst í október 2019. Þau urðu fljótlega ófrísk en fyrir átti Haukur tvö börn. Á stuttum tíma hafa þau tekist á við allskonar áskoranir, mestmegnis gleðilegar. Þau segja lykilinn að góðu sambandi vera að hafa nóg að gera.

Makamál
Fréttamynd

Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum

Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík.

Makamál
Fréttamynd

Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjóna­band

Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi.

Makamál
Fréttamynd

„Ást er að hætta aldrei að reyna“

Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. 

Lífið
  • «
  • 1
  • 2