EM U21 í fótbolta 2021

Fréttamynd

Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu

Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenía sat eftir með sárt ennið

Leikjum í A og B-riðli EM U21 árs landsliða í knattspyrnu er nú lokið. Segja má að Rúmenar sitji eftir með sárt ennið eftir markalaust jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Þá tryggðu Spánn og Ítalía sér sæti í 8-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst

Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Allt of auðvelt“

Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Snorri: Stoltur af liðinu

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Dana spenntur fyrir undra­barninu Fag­hir

Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir með ó­væntan sigur á Frökkum

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland óvænt 1-0 í riðli okkar Íslendinga á EM U-21 árs landsliða í knattspyrnu í kvöld. Portúgal vann sömuleiðis 1-0 sigur á Króatíu í D-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael segist ekki vera meiddur

Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Fótbolti