Ummerki

Fréttamynd

„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“

Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. 

Innlent
Fréttamynd

„Við breytum ekki fortíðinni“

„Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

„Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“

Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn.

Innlent
Fréttamynd

Heyrði ópin út á götu en snerist á hæl

„Þegar maður fer í gegnum málið og skoðar það sem hafði gerst þarna þá finnst manni að það hefði verið hægur leikur að koma í veg fyrir þessa árás af hálfu þessa manns,” segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“

Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld.

Innlent