Hæstiréttur Bandaríkjanna

Fréttamynd

Vill herja á Trump vegna þungunarrofs

Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð.

Erlent
Fréttamynd

Dómarinn í skjalamálinu harð­lega gagn­rýndur

Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Ríkjum ekki heimilt að úti­loka Trump

Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Úr­skurða lík­lega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur skoðar kröfu Trumps um frið­helgi

Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi.

Erlent
Fréttamynd

Smith biður hæsta­rétt um að tefja ekki réttar­höldin

Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Kjör­gengi Trumps rætt í Hæsta­rétti

Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þrýst á hæsta­rétt vegna kjör­gengis Trumps

Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps

Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Sótt­i fjár­öfl­un­ar­ráð­stefn­ur með auð­jöfr­um

Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent
Fréttamynd

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Erlent
Fréttamynd

Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade

Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs.

Fréttir
Fréttamynd

Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri

Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það.

Erlent
Fréttamynd

Herð­a lög um þung­un­ar­rof í enn einu rík­in­u

Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta

Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Lét leyna greiðslum til eigin­konu hæsta­réttar­dómara

Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim.

Erlent