Leiknir Reykjavík

Fréttamynd

„Brekka fyrir okkur“

Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki skynjað mikið havarí“

Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum

Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði víta­­­spyrnu í upp­­bótar­­tíma

Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í þverslána og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma, varði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. 

Íslenski boltinn