Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Dani­elle Rodrigu­ez semur við Grinda­vík

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Danielle þarf vart að kynna en hún lék með Stjörnunni og KR hér á landi frá 2016 til 2020.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erfiðast að vinna deildarmeistaratitilinn“

Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.

Sport
Fréttamynd

KR-ingar knýja fram oddaleik

Það verður oddaleikur í undanúrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna, á milli ÍR og KR eftir að KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu annan leikinn í röð gegn ÍR. KR vann viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld, 86-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“

„Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.

Körfubolti