Besta deild karla

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3

Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður: Pottur brotinn hjá KSÍ

Hörður Magnússon var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í X-inu í morgun. Þar var meðal annars komið inn á harkaleg ummæli sem Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, lét falla á Facebook í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Barcelona fær stóran hluta af sölunni á Zlatan

Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic, var nýverið seldur til PSG í Frakklandi frá ítalska liðinu AC Milan. Fjárhagsstaða AC Milan er ekki sem best og Silvio Berlusconi eigandi liðsins varð að grípa til þess ráðs að selja besta og jafnframt dýrasta leikmann liðsins. Stór hluti af kaupverðinu fer hinsvegar í það að greiða spænska félaginu Barcelona gamlar skuldir sem "hvíldu“ á leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Logi: Súrt og niðurlægjandi

Logi Ólafsson var vitanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld en Selfoss tapaði fyrir ÍBV, 1-0, þrátt fyrir að Eyjamenn misstu mann af velli með rautt spjald strax á fyrstu mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð

"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rætt verður Guðjón Þórðarson á Boltanum á X-inu

Það verður komið víða við í íþróttaþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Þar mun Hjörtur Hjartarson ræða m.a. við Guðjón Þórðarson þjálfara Grindavíkur. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson leikmaður FH verður einnig í viðtali. Þátturinn hefst kl. 11. og er hægt að hlusta á hann með því að smella hér.

Íslenski boltinn