Hlutabótaleiðin

Fréttamynd

„Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt“

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir fyrirtækið Össur harðlega fyrir að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda skömmu eftir að eigendur fyrirtækisins fengu greiddan 1,2 milljarða króna í arð vegna hagnaðar síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti

Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum

Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum.

Innlent
Fréttamynd

„Hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir“

Kristófer Oliversson, formaður FHG - Fé­lags fyr­ir­tækja í hót­el­rekstri og gistiþjón­ustu og fram­kvæmda­stjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum.

Innlent