Bílar

Ætla að byrja að rukka fyrir rafhleðsluna í miðbænum
Innan tíðar hefst gjaldtaka á rafhleðslustöðvum sem reknar eru af Reykjavíkurborg.

Innkalla 87 Kia Soul bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 87 Kia Soul EV (PS EV) bifreiðar.

Innkalla 24 Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Mercedes-Benz A-Class.

Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á Orku náttúrunnar
Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á Orku náttúrunnar (ON) þar sem kannað er hvort að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við samkeppnislög þegar kemur að sölu, uppsetningu og þjónustu fyrirtækisins bæði á hleðslustöðvum og hleðslum fyrir rafbíla.

Svona nær Elon Musk að reisa verksmiðjur Teslu á ógnarhraða
Eitt allra vinsælasta farartæki heimsins í dag eru bílarnir frá fyrirtækinu Tesla en um er að ræða rafmagnsbíla sem ganga aðeins fyrir rafmagni.

Þurfa allir að eiga bíl? En tvo?
Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla.

Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja
Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning.

Krónutölugjöld hækki minna en verðbólguspá
Gert er ráð fyrir því að gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti hækki um 2,5% á næsta ári, nokkru undir áætlaðri hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkun gjaldanna á að skila ríkissjóði tæpum tveimur milljörðum króna í tekjur.

Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035.

Ódýrari Tesla á markaðinn „eftir um þrjú ár“
Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gær tækni sem hann segir að muni leiða til framleiðslu bæði ódýrari og öflugri rafhlaða fyrir bílana.

Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump
Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035.

Hyundai innkallar 578 Santa Fe
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009.

Innkalla Discovery-bíla
BL hyggst innkalla um 160 Land Rover Discovery bíla af árgerð 2017 til 2019.

Setti óstaðfest heimsmet í sandspyrnu
Náði tæplega 196 kílómetra hraða á klukkustund innan hundrað metra.

Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel
Forstjóri Persónuverndar kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið vegna svokallaðs Ökuvísis sem fylgist með aksturslagi viðskiptavina.

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante
Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche
Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum.

Innkalla aftur Ford Kuga bíla
Bílaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 22 Ford Kuga PHEV bíla af árgerð 2019-20.

Akureyringur, kauptu metanbíl!
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt.

Volvo innkallaður vegna brunahættu
Bílaumboðið Brimborg hefur innkallað á sjötta tug Volvo-bifreiða vegna bilunar í kælikerfinu, sem í alvarlegustu tilfellunum getur orsakað brunahættu.