Verkföll 2020

Fréttamynd

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna

Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Flugvirkjar buðu þriggja ára samning

Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum

TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Innlent
Fréttamynd

„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“

Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Hvers virði eru hjúkrunarfræðingar þér?

Ég er fædd á kvennaárinu 1975 og tel ég mögulegt að það hafi haft veruleg áhrif á þroskun taugabrauta minna. Ég fékk líka skýr skilaboð frá foreldrum og forráðamönnum um að ég gæti tekið mér hvað sem fyrir hendur í lífinu og myndi ná árangri eins lengi og ég legði mig fram í verkið.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búningur verk­falls hjúkrunar­fræðinga á loka­stigi

Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út

Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið.

Innlent