Guðmundur Ingi Þóroddsson

Fréttamynd

Sjálf­boða­vinna Af­stöðu fyrir stjórn­völd

Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna eru bið­listar í fangelsi?

Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar lítil þúfa...

Okkur sem störfum í málefnum fanga og frelsissviptra líður oft eins og ráðamenn berji stanslaust höfðinu við steininn þrátt fyrir að við færum þeim nytsamlegar hugmyndir og skotheld rök. Svo koma dagar eins og í dag og þá sjáum við hjá Afstöðu að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Og það gleður okkur mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Öndum með nefinu

Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gengi að geð­heil­brigðis­þjónustu fanga

Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm.

Skoðun
Fréttamynd

Þolendum mansals refsað

Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig stoppum við ofbeldishegðun?

Já þegar stórt er spurt kunna svörin að virðast svo ósköp smá. Ég spurði sérfræðing í gær hvað hann teldi að gæti stoppað ofbeldishegðun. Þegar ég sá svipinn á honum spurði ég hann hann hvað hann teldi að gæti dregið úr ofbeldishegðun.

Skoðun
Fréttamynd

„Bréf til Láru“

Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja stjórnar­skrá fyrir minni­hluta­hópa

Á hverjum tíma koma fram ýmsar kröfur og stefnumál í samfélaginu. Hver kannast ekki við græna uppbyggingu og svart hagkerfi, jöfnuð og fjármagnstekjur, ábyrga hagstjórn og bankahrun, jafnrétti og jákvæða mismunun, velferð og barnavernd, samgöngur og hunda, borgarlínu og hesta.

Skoðun
Fréttamynd

AA og Af­staða í fangelsum

Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti.

Skoðun
Fréttamynd

Ég get ekki stutt Þórarinn í stjórn SÁÁ!

Ég ætla mér að kjósa á aðalfundi SÁÁ í dag nýja stjórn en ég styð heilshugar núverandi stjórn og þeirra stefnu en ég hef einmitt barist fyrir áfallamiðaðri meðferð með meiri faglegum hætti. Ég hef séð listann sem núverandi stjórn leggur fram og ég er mjög ánægður með hann.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með Kjalarnesið?

„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­sköpunar­landið Reykja­vík

Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið.

Skoðun
Fréttamynd

Hinsegin og kynsegin í fangelsi

Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnan gerir vistina þægilegri

„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­grip í þágu ungra kvenna

Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hundleiðinlegt heldur mannskemmandi

Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymd og illa geymd

Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína.

Skoðun
Fréttamynd

Færri fagmenn en betri fangar?

„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við í alvöru að vera stolt?

Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­full­trúa á fæðis­fé fanga

Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjufellsfossinn fagri

Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni.

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við börnum ekki betur?

Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og "sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2