Ís

Fréttamynd

Elías í gamla starf dóms­mála­ráð­herra

Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

YoYo kveður Egilsgötuna

Ísbúðinni YoYo á Egilsgötu við Snorrabraut í Reykjavík hefur verið lokað. Greint er frá lokuninni á miða á inngangi ísbúðarinnar. Eigendaskipti urðu á búðinni í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dóms­mála­ráð­herra

Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. 

Innlent
Fréttamynd

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

Lífið
Fréttamynd

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur
Fréttamynd

Ís í brauð­formi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn

Stór ís í brauð­formi með súkku­laði­dýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ís­búðum á höfuð­borgar­svæðinu á meðan stór bragða­refur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði ó­form­lega verð­könnun meðal nokkurra ís­búða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins.

Neytendur
Fréttamynd

Loka Ís­búð Brynju í Lóu­hólum

Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Saltkaramelluís Lindu Ben

„Ómótstæðilegur ís með mjúkri saltkaramellu og ristuðum pekanhnetum. Ísinn er jafn einfaldur í framkvæmd og hann er ljúffengur. Ég get nánast fullyrt að það verður ekki afgangur af þessum,“ segir Linda Ben, höfundur bókarinnar Kökur.

Matur
Fréttamynd

Ísbomba með After Eight súkkulaði

Í síðasta þætti af Jólaboð Evu bar hún fram ísbombu með After Eight súkkulaði. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem aðferðina má finna en uppskriftin er líka í fréttinni.

Matur
Fréttamynd

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti

Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto,  Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu.

Matur
Fréttamynd

Ljúffeng ísterta með Daim súkkulaði

Daim ísterta er hinn fullkomni eftirréttur, stökkur marengsbotn með ísfyllingu og smátt söxuðu Daim súkkulaði. Sannkölluð veisla fyrir sælkera og súkkulaðiaðdáendur.

Matur
  • «
  • 1
  • 2