Verslun

Fréttamynd

Fram­k­væmd­a­stjór­i KEA vís­ar gagn­rýn­i Birt­u á bug: „Virt­um alla samn­ing­a“

Gagnrýni lífeyrissjóðsins Birtu varðandi sölu KEA á fimm prósenta hlut í Samkaupum kemur framkvæmdastjóra KEA á óvart og segir hann að engar kvaðir hafi verið til staðar á ráðstöfun eignarhlutarins í hluthafasamkomulagi. „Við fengum mjög gott tilboð í eignarhlut sem okkur var frjálst að selja og við virtum alla samninga,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.

Innherji
Fréttamynd

„Ekki við­skipta­hættir sem okkur líkar við,“ segir næst stærsti eig­andi Sam­kaupa

Lífeyrissjóðurinn Birta, sem fer með tæplega fimmtungshlut í Samkaupum, gagnrýnir forsvarsmenn KEA fyrir óvandaða viðskiptahætti við sölu á hlut sínum í matvörukeðjunni til SKEL fjárfestingafélags með því að virða ekki ákvæði í hluthafasamkomulagi sem félagið hafði undirgengist. Framkvæmdastjóri Birtu segir að sjóðurinn muni núna endurskoða afstöðu sína til samkomulagsins vegna breytts eignarhalds en það hefur meðal annars snúið að skipan í stjórn Samkaupa.

Innherji
Fréttamynd

Veit oftast hve­nær í­búar á Höfn eiga af­mæli

Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni.

Innlent
Fréttamynd

Út­sala ársins hafin í Tölvutek

Útsala ársins er hafin í Tölvutek þar sem hægt er að gera frábær kaup á fartölvum, leikjatölvum, snjallúrum og fjölda annarra tækja. Útsalan stendur til 7. janúar.

Samstarf
Fréttamynd

Notuð bókasafnsbók versta jóla­gjöfin

Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu.

Innlent
Fréttamynd

Gjafakort virki svo sannar­lega á útsölum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Rekstrarumhverfi verslana á­fram krefjandi á nýju ári

Rekstrarumhverfið hefur verið krefjandi á árinu sem er að líða, þar sem kostnaður er einfaldlega orðinn of hár, segir forstjóri S4s sem rekur meðal annars verslanirnar Air, Ellingsen, Skór.is, Steinar Waage og S4S Premium Outlet í Holtagörðum.

Innherji
Fréttamynd

Tæmdu hillur King Kong á níu­tíu sekúndum

Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Legó á spott­prís gleður flesta

Fyrr í desember var opnaður nýr markaður sem selur lagervörur frá hinum ýmsu birgjum og verslunum. Markaðurinn er í gamla vöruhúsi Heimkaupa á Smáratorgi. Þar má finna allt frá Lego vörum á 200 krónum til snjallryksuga og sjónvarpa á sannkölluðu lagerverði.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skanna strika­merki og sjá verðið í öðrum verslunum

Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum.

Neytendur
Fréttamynd

Simmi Vill leiðir nýtt fé­lag

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þakkar þriðju­dagur

Þakkar þriðjudagur (e. Giving Tuesday) er alþjóðlegt fyrirbæri sem hófst árið 2012 og hefur þann einfalda tilgang að hvetja fólk til þess að gera góðverk.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Flúði á tveimur jafn­fljótum eftir rán í Fætur toga

Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta líktist helst rokk­tón­leikum“

Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins.

Viðskipti innlent