Skotveiði

Fréttamynd

Játaði að hafa drepið þúsundir skalla- og gullarna

Bandarískur maður hefur játað að hafa skotið þúsundir verndaðra fugla á síðustu árum og selt fjaðrir þeirra og parta á svörtum markaði. Í skilaboðum til kaupanda talaði hann frjálslega um að hafa brotið lög og drepið marga fugla á skömmum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Um­hverfis­stofnun um stæka karl­rembu

Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag

Síðasti dagur til rjúpnaveiða er í dag 21. nóvember en það verður að teljast heldur ólíklegt að nokkur skytta fari til fjalla miðað við veðurspá dagsins.

Veiði
Fréttamynd

Fín fyrsta helgi í rjúpu

Fyrsti dagurinn til rjúpnaveiða síðasta föstudag var heldur erfiður fyrir rjúpnaskyttur en mikið rok og úrkoma gerði aðstæður afar krefjandi.

Veiði
Fréttamynd

Rjúpnaveiðin byrjar 20. október

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfilega daga til rjúpnaveiða á þessu hausti en stærsta breytingin frá árinu 2022 er að nú má veiða allann daginn en ekki bara frá hádegi.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin fer ágætlega af stað

Þrátt fyrir allt umtal um sölubann á grágæsaafurðum hafa skyttur um allt land fjölmennt á gæs en veiði hófst 20. ágúst á grágæs og heiðagæs.

Veiði
Fréttamynd

Full­yrðingar Bjarna Jónas­sonar hjá Um­hverfis­stofnun hraktar

Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við verslunina VEIÐIHORNIÐ og SKOTGRUND - Skotfélag Snæfellsnes verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

Veiði
Fréttamynd

Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra

Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hvað á rjúpan að hanga lengi?

Nú er rjúpnaveiðitímabilið hafið og margir farnir að fá pínu vatn í munninn við tilhugsunina um að gæða sér á þessari bragðgóðu villibráð.

Veiði
Fréttamynd

Veiðihornið - traust fjölskyldufyrirtæki í aldarfjórðung

Veiðihornið er fjölskyldufyrirtæki, byggt á gömlum grunni en þau Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen festu  kaup á elstu veiðibúð landsins, Veiðimanninum, árið 1998. Veiðihornið fagnar því 25 ára starfsafmæli nk. febrúar og er í dag langstærsta veiðibúð landsins.

Samstarf
Fréttamynd

Fjölgar rjúpum sem má veiða á tíma­bilinu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Gæsaveiðin gengur vel í rokinu

Það eru ekki allir sem kvarta yfir því að fá smá rok og rigningu en þetta er einmitt veður sem gæsaskyttur segja eitt það besta fyrir skotveiði.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin er búin að vera góð

Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem við erum að fá um veiðar síðustu daga ættu að vera hvetjandi fyrir þá sem eiga eftir að fara á heiðarnar.

Veiði