Tollgæslan

Fréttamynd

Tekinn með 26 kíló af kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú innflutning á 26 kílóum af kannabis en þetta er langmesta magn sem náðst hefur í einu. Þá rannsakar embættið kókaíninnflutning sem talinn er hluti af skipulagðri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgur dæmdar fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt franskar mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni sem þær fluttu innvortis með flugi frá Brussel í Belgíu og til Íslands í ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gripin með fimmtán kíló af kannabis

Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana.

Innlent
Fréttamynd

Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Staðsetning án starfa

Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19.

Skoðun
Fréttamynd

Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum

Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva

Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni.

Innlent
Fréttamynd

Sérþjálfaður til þess að finna peninga

Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði

Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum

Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst.

Innlent