Innlent

Fréttamynd

Neytendasamtökin styrkja prófmál

Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að samtökin styðji fjárhagslega við bakið á skaðabótamáli einstaklings gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, segir að þau geti ekki sjálf farið í mál fyrir hönd neytenda. Þess vegna hafi þessi leið verið valin og það hafi verið óumdeilt í stjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Hafnarfjörður lækkar álagningu

Bæjarráð Hafnafjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði um sjö prósent.

Innlent
Fréttamynd

Engin truflandi áhrif í útboði

"Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu tilboði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, um gagnrýni á útboð bæjarins á byggingarlóðum við Bjarkarás.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka erfðir á alkahólisma

Íslensk erfðagreining og SÁÁ taka nú til óspilltra málana við rannsókn á erfðum áfengissýki og fíknar. Til þessa verkefnis hefur Evrópusambandið veitt 330 milljónum, sem er stærsti styrkur sem það hefur veitt til íslensks rannsóknarverkefnis. Markmiðið er að lækna og fyrirbyggja. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki getinn af djöflinum

Skúli Einarsson, nýkjörinn formaður Matsveinafélags Íslands, hefur mótmælt harðlega auglýsingaskilti sem hangið hefur um hríð í versluninni 10 - 11 í Grímsbæ. Á því stendur: "Guð gaf okkur lambakjötið, en djöfullinn gaf okkur kokkana."

Lífið
Fréttamynd

Blóðbankinn hefur útrás

Blóðbankinn hefur hafið útrás, líkt og aðrir íslenskir bankar. Bankinn er byrjaður að skrá sjálfboðaliða í beinmergsgjafaskrá sem verður hluti af norsku beinmergsgjafaskránni. Alþjóðlegt samstarf skiptir sköpum, segir yfirlæknir Blóðbankans.

Innlent
Fréttamynd

Össur fái aðeins laun frá flokknum

Formaður Samfylkingarinnar má ekki þiggja laun fyrir það starf frá öðrum en flokknum ef tillaga Birgis Dýrfjörð verður samþykkt á komandi landsþingi flokksins. Samkvæmt eftirlaunalögunum sem samþykkt voru í lok árs 2003 fá formenn stjórnmálaflokka á þingi um 230.000 krónur á mánuði auk þingmannalauna.

Innlent
Fréttamynd

Hættan margfaldast við blæðingar

Hættan á að íþróttakonur slíti krossbönd margfaldast þegar þær eru á blæðingum eða hafa egglos, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Verið er að undirbúa rannsókn á krossbandasliti hjá kvenfólki hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Tafir vegna árekstrar

Töluverðar umferðartafir urðu eftir þrír bílar lentu í árekstri á mótum Miklubrautar, Hringbrautar og Snorrabrautar um áttaleytið í morgun. Engan í bílunum sakaði en þeir skemmdust mikið.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ágreiningsatriði um Impregilo

Ljóst er að fjölmörg ágreiningsatriði eru uppi milli Impregilo annars vegar og hagsmunasamtaka vinnumarkaðarins, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur formanns félagsmálanefndar

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fá ríkisborgararétt

Aldrei hefur jafnmörgum verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur og í fyrra en þá fengu 637 útlendingar ríkisborgararétt. Fjölgunin á milli ára er veruleg því árið 2003 fengu 436 útlendingar ríkisborgararétt og árið 2002 voru þeir 364 samkvæmt tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættuástandi aflétt á Vestfjörðum

Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á sjöunda tímanum í morgun að aflétta hættuástandi á Ísafirði og getur fólk, sem rýma þurfti hús sín þar í gær, snúið aftur til síns heima. Hættuástandi hefur líka verið aflétt í Bolungarvík og á Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt vegna lóðakaupa borgarinnar

Borgarfulltrúar R-listans samþykktu í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á kaupum borgarinnar á svokölluðum Stjörnubíósreit við Laugaveg 86 - 94.

Innlent
Fréttamynd

ÍE og SÁÁ rannsaka fíkn

Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa samið um að starfa saman að rannsóknum á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa en rannsaka á líffræðilegar orsakir fíknar, eins og fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar áformum um sölu Símans

Frjálshyggjufélagið fagnar í ályktun áformum ríkisstjórnarinnar um að selja Símann en hafnar hins vegar öllum hugmyndum um aukinn ríkisrekstur á heilbrigðissviði. Sala ríkisfyrirtækis sé ekki einkavæðing ef andvirði sölunnar sé notað til að auka ríkisrekstur á öðrum sviðum. Reisa megi nýtt sjúkrahús en ekki á vegum ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Vill gögn um ákvörðunartöku

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Skapar tortryggni í garð HÍ

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir að það kunni að orka tvímælis að starfsmenn skólans taki beinan þátt í rannsóknum á umdeildum þjóðfélagsmálum. Þetta segir hann aðspurður um skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu í eigin nafni fyrir olíufélögin.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka erfðafræði áfengissýki

Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa snúið bökum saman með samstarfssamningi um rannsóknir á erfðafræði áfengissýki. Evrópusambandið styrkir verkefnið um 330 milljónir króna, sem er hæsta upphæð sem sambandið hefur veitt til rannsókna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Par með fíkniefni

Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á veghefli

Lögreglan á Egilsstöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram

Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Hluti sekta renni til eftirlits

Ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála kemst að þeirri niðurstöðu að olíufélögin eigi að greiða sektir vegna samráðs munu fjármunirnir renna nánast samstundis í ríkissjóð. Í niðurstöðu samkeppnisráðs, sem olíufélögin hafa áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar, kom fram að olíufélögin ættu að greiða tæpa þrjá milljarða í sektir.

Innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar í sögulegu hámarki

Gengi krónunnar náði sögulegu hámarki í gær þegar gengisvísitalan mældist lægri en hún hefur verið í fjögur og hálft ár. Á rúmum þremur árum hefur gengi krónunnar hækkað um meira en þriðjung.

Innlent
Fréttamynd

Selja félagslegar íbúðir

Sveitarfélagið Austurbyggð er nú sem óðast að losna við félagslegar íbúðir sínar, en slíkar íbúðir eru víða þungur baggi á sveitarsjóðum. Þrjár félagslegar íbúðir vour seldar í fyrra og nú er verið að ganga frá sölusamningum um þrjár í viðbót að því er fram kemur á vef Austurbyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Börkur í sjö og hálfs árs fangelsi

Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása.

Innlent
Fréttamynd

Hringbrautin á áætlun

Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október.

Innlent
Fréttamynd

Ofgreitt fyrir Stjörnubíósreit

Reykjavíkurborg borgaði 55 prósentum meira en hæsta markaðsverð á svæðinu þegar hún keypti Stjörnubíósreitinn við Laugaveg. Þetta kemur fram í úttekt sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina spillingu hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Guðni stendur við fyrri orð

Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Borgarráð hunsar ráð fræðsluráðs

Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en Borgarráð felldi hugmyndina.

Innlent