Finnur Thorlacius Eiríksson

Fréttamynd

Hatrið mun ekki sigra

Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu?

Skoðun
Fréttamynd

Inn­flutt menningar­stríð Hamassam­takanna

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­hjá­kvæmi­leg vin­áttuslit vinstri­sinna og íslam­ista

Þegar umdeild málefni eru rædd er vissara að hafa hugtakanotkun á hreinu. Mig langar því að undirstrika að hugtökin íslam og íslamismi eru ekki samheiti. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Það er ekki ætlun mín að alhæfa um múslima sem trúarhóp.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þjóða­sam­tök ljúga að Palestínu­mönnum

Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina.

Skoðun
Fréttamynd

Stækt Gyðinga­hatur í nafni mann­réttinda

Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara.

Skoðun
Fréttamynd

Stríð um til­veru og grunn­gildi

Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis.

Skoðun
Fréttamynd

Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu

Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða í stað sam­særis­kenninga

Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Hulunni svipt af Rúss­landi

Undanfarið hálft annað ár hefur umræðuhefðin um Rússland tekið nokkrum breytingum. Í rúma þrjá áratugi hafði lítið borið á gagnrýni vestrænna stjórnmálamanna á Rússland. Sömuleiðis hafði dregið úr viðleitni fræðimanna til að fjalla um Sovétríkin og Rússland á gagnrýninn hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skoranir máls­vara Gyðinga

Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð.

Skoðun
Fréttamynd

Henti­stefna gagn­vart al­þjóða­lögum – Þrjú dæmi um ein­hliða að­skilnað

Þann 18. mars munu fulltrúar Serbíu og Kósóvó hittast á fundi í Norður-Makedóníu. Þar munu þeir ræða áætlun um endurnýjuð tengsl milli serbnesku stjórnarinnar í Belgrad og stjórnar Kósóvó í Pristina. Um árabil hefur andað köldu milli þessara deiluaðila og enn sem komið er hafa yfirvöld í Belgrad ekki viðurkennt Kósóvó sem sjálfstætt ríki.

Skoðun
Fréttamynd

Bjöguð heims­mynd Pútíns

Í dag er ár liðið frá innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Tæplega nítján þúsund almennra borgara hafa fallið.Yfir átta milljón flóttamanna eru á vergangi í Evrópu og heimili margra þeirra eru rústir einar.Breið samstaða Vesturlanda með Úkraínu er aðdáunarverð. Það er brýn nauðsyn að svara neyðarkalli úkraínsku þjóðarinnar. Engu að síður hefur ekki tekist að sannfæra alla um nauðsyn þess.

Skoðun
Fréttamynd

Að ýta kerfinu fram yfir þol­mörk þess

Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar.

Skoðun
Fréttamynd

Flótta­manna­hjálp í til­vistar­kreppu – Vafa­söm starf­semi UN­RWA

Það vakti nokkra athygli í fyrra þegar bæði Íran og Pakistan tóku sæti í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. The Commission on the Status of Women). Þessi ríki eru hreint ekki þekkt fyrir að virða kvenréttindi, sérstaklega ekki í ljósi langvarandi mótmæla í Íran að undanförnu. Útnefning þessara ríkja er því miður ekki einsdæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­hugur um NATO

Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslur um Ísrael og Palestínu leið­réttar

Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu með eða á móti?

Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum.

Skoðun
Fréttamynd

Haturssíður með hýsingu á Íslandi

Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu.

Skoðun
Fréttamynd

Einbeittur brotavilji – Þegar Ísraelshatur og Gyðingahatur helst í hendur

Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur.

Skoðun
Fréttamynd

Saga tveggja þjóða

Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­spjöll í Ísrael – Ný birtingar­mynd hryðju­verka

Í áranna rás hefur neikvæð umfjöllun um Ísraelsríki varpað skugga á þá staðreynd að Ísrael er eitt af tæknivæddustu og framsæknustu ríkjum heims. Ísrael lenti í sjöunda sæti á lista World Population Review yfir árangur ríkja í nýsköpun árið 2021 og var í sjötta sæti árið 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Að nota Úkraínu sem stökk­pall

Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­mak­leg nei­kvæðni gagn­vart vest­rænni menningu

Íslendingar eru vestræn menningarþjóð. Þessi fullyrðing ætti að vera nokkuð óumdeild. Í stuttu máli mætti skilgreina vestræna menningu sem sameiginlega arfleifð íbúa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Sú arfleifð felur í sér sameiginleg menningarverðmæti (ritverk, fornminjar og listmuni) og hugmyndafræðileg einkenni (siðferðisgildi og sögulegt sjónarhorn).

Skoðun
Fréttamynd

Hryðju­verka­sam­tök fyrir botni Mið­jarðar­hafs – vanda­málið sem enginn vill ræða

Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er síon­ismi?

Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu:

Skoðun
Fréttamynd

Palestínsk kona í far­banni vegna for­ræðis­laga

Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga?

Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2