Fjallamennska

Fréttamynd

Lenti undir tré og lést

Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll.

Erlent
Fréttamynd

Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nem­endum í Taksindu flís­peysu

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda.

Lífið
Fréttamynd

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.

Lífið
Fréttamynd

Skoða að setja kláf í Esju­hlíðar

Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Telja göngu­bann ekki sam­ræmast lögum

Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu.

Innlent
Fréttamynd

Banna göngu­ferðir upp Kirkju­fell

Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Tapaði fjall­göngu­ást­ríðunni eftir á­föll

„Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“

Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg.

Innlent
Fréttamynd

Mannskaði í snjóflóði í Himalajafjöllum

Að minnsta kosti fjórir fjallgöngumenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að gönguhópur lenti í snjóflóði í Himalajafjöllum á Indlandi. Hluti hópsins er talinn fastur í jökulsprungu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal

Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu.

Erlent
Fréttamynd

Missti báða fót­­leggina eftir slys á Trölla­­skaga

Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða.

Innlent