Seinni bylgjan

Fréttamynd

Valdi þær bestu í klefanum

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

Handbolti
Fréttamynd

Telur fjár­hags­vand­ræði stór­liðs Ki­elce al­var­legri en áður

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér finnst Patti vera í einskis­manns­landi“

Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“

„Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld.

Handbolti