Skotíþróttir

Fréttamynd

Nældi í silfur og bætti eigið Ís­lands­met

Jón Þór Sigurðsson tók í dag þátt í Evrópubikarkeppni í 300 metra skotfimi með riffli. Gerði hann sér lítið fyrir og nældi í silfur og bætti um leið eigið Íslandsmet í greininni.

Sport
Fréttamynd

Stjórn skotfélagsins biður rússnesku þjóðina og Pútín afsökunar

Stjórn Skotfélags Húsavíkur vill biðja rússnesku þjóðina og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, afsökunar. Það er eftir að sendiráð Rússlands á Íslandi kvartaði yfir því að mynd af andliti Pútíns hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu skotfélagsins á Facebook fyrir mót.

Innlent
Fréttamynd

Skot­svæðinu á Álfs­nesi lokað enn á ný

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin gefur út enn eitt starfs­­leyfið fyrir skot­­svæðið á Álfs­nesi

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­leyfi vegna skot­svæðisins á Álfs­nesi fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt silfur í skotfimi

Íslenska landsliðið í skot­fimi keppti um helgina á Norðurlandameistaramótinu í Finnlandi. Íslenska liðið hreppt silfurverðlaun í keppni með haglabyssu í greininni Skeet.

Sport
Fréttamynd

Fá að skjóta á Álfs­nesi á ný

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Skotsvæðið Álfsnesi

Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið.

Skoðun
Fréttamynd

Skot­svæðinu í Álfs­nesi lokað fyrir­vara­laust

Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fámennasta þjóðin sem vinnur verðlaun á Ólympíuleikum

Alessandra Perilli skráði sig og þjóð sína, San Marinó, í sögubækur Ólympíuleikanna þegar hún vann til bronsverðlauna í skotfimi kvenna. Zuzana Rehák-Stefeceková frá Slóvakíu hreppti gullið á nýju Ólympíumeti og hin bandaríska Kayle Browning varð önnur.

Sport
Fréttamynd

Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs

Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum.

Erlent
Fréttamynd

Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika

Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta gullið til sjálfstæðs íþróttamanns

Nýr kafli var skrifaður í Ólympíusöguna í gær er fyrsti sjálfstæði íþróttamaðurinn vann til gullverðlauna. Það þýðir að íþróttamaðurinn var ekki að keppa fyrir hönd neinnar þjóðar.

Sport