Íshokkí

Fréttamynd

Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“

Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað.

Sport
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson

Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar.

Sport
Fréttamynd

Rússneskur NHL leikmaður leggst gegn stríðinu

Nikita Zadorov, rússneskur leikmaður Calgary Flames í NHL íshokkídeildinni sagðist mótfallinn stríðinu sem Rússland herjar gegn Úkraínu. Hann skammist sín fyrir aðgerðir samlanda sinna. 

Sport
Fréttamynd

Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum

Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins.

Sport
Fréttamynd

Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn

Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL.

Sport