Verkföll 2019

Fréttamynd

Verktakar máttu ganga í störf blaðamanna Mbl.is

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, var sýknað í meginatriðum af ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli vefblaðamanna fyrir áramót. Kveðinn var upp úrskurður þess efnis núna klukkan 16:30 í húsakynnum Landsréttar. Fréttaskrif Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Morgunblaðsins, á Mbl.is voru úrskurðaðar ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði

Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands

Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Innlent
Fréttamynd

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn fara í verkfall á morgun

Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Samningafundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk rétt fyrir klukkan sex í dag. Boðað hefur verið til annars fundars klukkan hálf tvö á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ranglega sakaðar um verkfallsbrot

Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni.

Innlent
Fréttamynd

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 18

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í átta tíma. Um er að ræða aðra aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Styðja verkföll kollega sinna

Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Innlent