Hörgársveit

Fréttamynd

Öxnadalsheiðin á­fram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys á bæði Þela­merkur­vegi og Hörg­ár­dals­vegi

Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir öku­manni sem ók á kú í Hörg­ár­dal

Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Líðan hins slasaða sögð stöðug

Líðan mannsins sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild, eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi, er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Innlent
Fréttamynd

Steinbítur leyfði kafara að setja sýnatökupinna upp í sig

Eftir covid-faraldurinn er landsmönnum eflaust flestum enn í minni hvernig var að láta stinga pinna upp í sig til sýnatöku. En hvernig skyldi steinbítur bregðast við slíku? Kafarinn Erlendur Bogason ákvað að prófa sömu aðferð til að ná DNA-sýni úr svokölluðum grábít til að fá úr því skorið hvort hann væri í raun steinbítur eða sérstök tegund.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkams­meiðingar af gá­leysi eftir hrað­akstur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa verið valdur að umferðarslysi þar sem tveir slösuðust eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sínum þar sem hann ók of hratt á þjóðvegi 1 í Hörgársveit í nóvember 2021.

Innlent
Fréttamynd

Græðgin flytur fljót

Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.

Skoðun
Fréttamynd

Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri

Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði

Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Veður
Fréttamynd

Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs

Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Innlent